Öflugasti stjörnusjónauki í heimi, ALMA, var tekin í notkun í Altacama-eyðimörkinni í Síle í dag. Tók það tvo áratugi og yfir milljarð dollara að smíða sjónaukann en vísindamenn vonast til að hann nýtist þeim til að skilja betur hvernig fjarlægar stjörnur og plánetur mynduðust.