Aðdáendur iPhone-síma Apple-fyrirtækisins urðu fyrir vonbrigðum í gær þegar fyrirtækið kynnti nýja gerð símans. Höfðu flestir talið að um væri að ræða fimmtu útgáfu hans en þess í stað kynnti Phil Schiller, varaforseti fyrirtækisins, iPhone 4S.
Bjuggust margir við algerlega nýrri hönnun en þess í stað er 4S-útgáfan svipuð þeirri sem kom á undan. Er nýja útgáfan sögð hraðvirkari og með öflugari myndavél en forverinn.