E-vítamín eykur líkur á blöðruhálskrabba

E-vítamínpillur.
E-vítamínpillur. mbl.is/Júlíus.

Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn er talið að aukin neysla á E-vítamíni geti aukið líkur um 17% á að karlar fái krabbamein í blöðruhálskirtil.

Hefur rannsóknin staðið yfir í 10 ár, með þátttöku meira en 35 þúsund karlmanna í Bandaríkjunum, Kanada og Puerto Rico. Er hún kynnt í tímaritinu Journal of the American Medical Association. Tók einn hópur karlmanna inn E-vítamínpillur, annar borðaði meira af tegundum sem innihalda seleníum, eins og hnetur, túnfisk og nautakjöt, og einn hópurinn tók inn hvorugt.

Farið var af stað með þessa rannsókn vegna kenninga um að E-vítamín og seleníum gætu dregið úr hættunni á því að fá blöðruhálskrabbamein. Fyrstu niðurstöður árið 2008 gáfu til kynna örlitla aukna áhættu í þeim hópi sem borðuðu E-vítamín. Var þá ákveðið að rannsaka þetta enn frekar, sem leiddi fyrrnefnda niðurstöðu í ljós.

Talið er að í Bandaríkjunum greinist um 240 þúsund karlmenn með blöðruhálskrabba og um 34 þúsund þeirra muni látast úr sjúkdómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert