Dularfullur seladauði

Hringanóri í hafís.
Hringanóri í hafís.

Bandarískir vísindamenn vonast til að finna hvað veldur dularfullum sjúkdómi sem herjar á seli við strendur Norður-Íshafsins. Sjúkdómurinn veldur sárum á húð, deyfð og loks dauða, að sögn bandarískra embættismanna.

Vitað er um að minnsta kosti 107 hringanóra sem rekið hefur á land á norðurströnd Alaska, að sögn vísindamanna við NOAA og aðrar stofnanir. Sár hafa verið á selunum, skallablettir og útbrot á húðinni. Aðrir hafa verið áberandi daufir og átt við öndunarerfiðleika að stríða.

Nærri helmingur dýranna voru dauð þegar þau fundust eða drápust skömmu síðar. Fregnir hafa borist af þessu dularfulla selasjúkdómi frá Rússlandi og Kanada og hann hefur líka herjað á rostunga í Alaska.

Rannsóknir hafa ekki enn leitt í ljós hver orsök sjúkdómsins er. Vísindamennirnir segja ekki ljóst hvort menn geti smitast af þessum sjúkdómi. NOAA hefur varað fólk við að neyta kjöts af veikum dýrum eða snerta þau án varnarbúnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert