Eltist um hálfa öld á nokkrum dögum

Nguyen Thi Phuong
Nguyen Thi Phuong

Ung víetnömsk kona segist hafa orðið fyrir því, að á nokkrum dögum virtist hún eldast um fimmtíu ár. 

Konan heitir Nguyen Thi Phuong og er 26 ára.  Hún segist hafa fengið ofnæmiseinkenni árið 2008 eftir að hafa borðað skelfisk og klæjað mikið í andlitið. Eiginmaður hennar hafi útvegað henni lyf sem ekki virkuðu. Hún fór þá til læknis sem gaf henni pillur. Konan tók þær í viku en þá fór andlit hennar að bólgna upp og hún fékk ofsakláða.

Phuong hætti að taka lyfin og fór til kínversks hómópata sem lét hanna fá náttúrulyf. Þau lyf drógu út bólgunni en á sama tíma fór húðin á andliti hennar að slakna og hrukkur mynduðust.

Nú segir Phuong að andlit hennar sé eins og á rúmlega sjötugri konu. Þá hafi húðin á kviðnum einnig elst og Phuong, sem er barnlaus, líti út eins og hún hafi átt nokkur börn.  Að öðru leyti er Phuong eins og heilbrigð ung kona.

Víetnamskir fjölmiðlar segja, að hugsanlegar skýringar á þessum kvillum séu að Phuong hafi tekið of mikið af steralyfjum. Þá kunni hún að þjást af sjaldgæfum sjúkdómi, sem nefnist lipodystrophy og veldur því að fitulagið undir húðinni hrörnar.   

Phuong segir, að eiginmaður hennar hafi ekki yfirgefið hana. „Hann elskar mig þótt ég virðist vera gömul og ljót," segir hún við vefinn.

Vefur thanhniennews.com  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka