Óháð rannsókn staðfestir hlýnun jarðar

Ísinn á Grænlandi bráðnar æ hraðar.
Ísinn á Grænlandi bráðnar æ hraðar.

Óháð rannsókn hefur leitt í ljós að yfirborð jarðar hefur hlýnað á síðustu áratugum. Hún staðfestir því niðurstöður fyrri rannsókna sem efasemdamenn höfðu dregið í efa.

Ráðist var í rannsóknina eftir svonefnt „Climategate-hneyksli“, sem þótti sýna fram á að vísindamenn við loftslagsdeild Háskólans í Austur-Anglíu í Bretlandi hefðu hagrætt gögnum og lagt stein í götu andstæðra sjónarmiða um breytingar á hitafari. Ásakanirnar byggðust á tölvupóstum starfsmanna stofnunarinnar sem stolið var við innbrot í tölvukerfi hennar um það leyti sem loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn fór fram undir lok ársins 2009.

Richard Muller, eðlisfræðingur við Kaliforníuháskóla, stjórnaði óháðu rannsókninni sem naut fjárhagslegs stuðnings samtaka sem hafa haft efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Líklegt er að samtökin hafi orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu rannsóknarinnar, að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph.

Rannsóknin leiddi í ljós að meðalhitinn á jörðinni hefur hækkað um eina gráðu frá því um miðja öldina sem leið. Muller segir að nokkrir mikilvægir þættir, sem efasemdamenn segja að hafi valdið skekkju í fyrri rannsóknum, hafi ekki haft nein veruleg áhrif.

Vísindamennirnir fundu einnig vísbendingar um að breytingar á sjávarhita í Norður-Atlantshafi væru ástæða þess að meðalhiti á jörðinni breyttist milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert