Hakkarar gegn barnaklámssíðum

Svokallaðir hakkarar lokuðu síðu sem innihélt gríðarlegt magn barnakláms
Svokallaðir hakkarar lokuðu síðu sem innihélt gríðarlegt magn barnakláms

Tölvuhakkarar sem eru sagðir tengjast svokallaðri Nafnlausri hreyfingu (e. Anonymous movement) segjast hafa lokað neðanjarðarvefsíðu, Lolita City, sem bauð barnaníðingum aðgang að einum stærsta gagnabanka netsins með myndum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum en þar var að finna yfir 100 gígabæti af barnaklámi.

Komið var inn á vefsíðuna Lolita City í gegnum Tor sem er alþjóðlegt net tölva er gerir notendum kleift að fela auðkenni sitt. Í frétt Telegraph segjast hakkararnir hafa ráðist inn í kerfi fyrirtækisins sem hýsti vefsíðuna Lolita City og náð í aðgangsupplýsingar um fimmtán hundruð notenda og birt þær á netinu.

Í yfirlýsingu frá NH segir að hún vinni að því að eyða út yfir fjörutíu vefsíðum sem veita aðgang að barnaklámi. Hingað til hafa hakkararnir einbeitt sér að því að brjótast inn á síður ríkisstofnana og fyrirtækja sem þeir telja brjóta gegn tjáningarfrelsi á netinu og þykir þetta því til marks um stefnubreytingu hreyfingarinnar.

Tor netstöðin, sem var stofnuð af Bandaríkjastjórn veitir aðgang að fleiri ólöglegum síðum að sögn Telegraph og er oft notuð af andófsmönnum í löndum á við Íran og Kína til að komast undan ritskoðun og eftirliti yfirvalda. Talsmenn NH segja að áður en árásin hafi verið gerð á fyrirtækið sem hýsti Lolita City hafi þeir óskað eftir því án árangurs við fyrirtækið að efni síðunnar yrði fjarlægt.

Frétt Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka