Sveigjanlegi snjallsíminn

Nokia og Sam­sung keppa um hylli neyt­enda með sveigj­an­leg­um snjallsím­um sem gætu verið vænt­an­leg­ir á markað á næstu árum. Hug­mynd­in að slík­um snjallsím­um er hluti af framtíðar­sýn fyr­ir­tækj­anna sem sjá fyr­ir sér að not­end­ur geti fengið í hend­urn­ar síma sem þeir stjórna með því einu að sveigja þá og beygja til bæði lá­rétt og lóðrétt.

Eft­ir að Nokia til­kynnti áform sín um sveigj­an­lega snjallsím­ann sem neyt­end­ur gætu nálg­ast þegar þeir heim­sæktu Nokia World 2021 kom yf­ir­lýs­ing frá Sam­sung um að fyr­ir­tækið hefði í hyggju að setja slík­an síma á markað 2012.

Hvort sem sveigj­an­legi snjallsím­inn kem­ur á markað á næsta ári eða síðar er víst að bar­átt­an um hylli neyt­enda mun taka stór­an sveig með sveigj­an­legu snjallsím­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert