2005 YU55 heimsækir jörðina

Smástirni. Mynd úr myndasafni.
Smástirni. Mynd úr myndasafni. Reuters

Smá­st­irnið 2005 YU55 mun fara fram­hjá jörðu næst­kom­andi þriðju­dag. Eng­in hætta er tal­in stafa af smá­st­irn­inu, en banda­rísk­ir vís­inda­menn munu þó fylgj­ast grannt með ferðum þess og hafa sett upp stjörnu­sjón­auka í þeim til­gangi.

Smá­st­irnið er um 400 metr­ar í þver­mál og mun ferðast á milli jarðar og tungls, í um 325.000 kíló­metra fjar­lægð frá jörðu. Það verður næst jörðu klukk­an 23:28 að ís­lensk­um tíma, en áhuga­sam­ir verða að rýna í gegn­um stjörnukíki, vilji þeir sjá það.

Meira en þrjá­tíu ár eru síðan jafn stórt smá­st­irni hef­ur farið svo ná­lægt jörðu. Næst mun það ger­ast árið 2028.

Hóp­ur vís­inda­manna varð fyrst var við 2005 YU55 árið 2005 og síðan þá hef­ur verið fylgst grannt með smá­st­irn­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert