Loftsteinn á stærð við flugmóðurskip mun fljúga í um 320 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu næstkomandi þriðjudag. Vísindamenn hafa gefið steininum nafnið 2005 YU55 og mun hann ferðast á ógnarhraða. Engar líkur eru taldar á að hann rekist á jörðina.
Engar líkur eru taldar á að hann rekist á jörðina.
Sjaldgæft er að svo stórir loftsteinar fari svo nálægt jörðu. Ekki mun verða mögulegt að sjá hann með berum augum, til þess þarf öflugan stjörnukíki.