Rússar sendu í dag ómannað könnunargeimfar á loft og er förinni heitið til Mars. Áætlað er að förin taki þrjú ár og á farið meðal annars að snúa til baka með steinasýni úr Phobos, sem er tungl Mars.
Geimfarinu, sem nefnist Phobos-Grunt, var skotið frá Baikonur-geimferðastöðinni sem er í Kasakstan og eru miklar vonir bundnar við förina. Þetta er í fyrsta skipti sem Rússar skjóta geimfari á loft eftir hrun Sovétríkjanna.
Fari allt að óskum mun Phobos-Grunt koma að Mars árið 2012 og á tunglið Phobos ári síðar. Þar mun geimfarið taka grjót af tunglinu og snúa síðan aftur til jarðar.
Áætlaður komutími farsins er í ágúst 2014.