Heyrnarleysi algengara en áður var talið

Heyrnarleysi er mun algengara í Bandaríkjunum en áður var talið.
Heyrnarleysi er mun algengara í Bandaríkjunum en áður var talið. Reuters

Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum, tólf ára og eldri, þjáist af heyrnarskerðingu á að minnsta kosti öðru eyra. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar sem unnin var við John Hopkins háskólann. Um er að ræða heyrnarskerðingu sem truflar daglegt líf þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin af þessum toga sem nær til allra Bandaríkjanna.

Niðurstaða rannsóknarinnar er birt í Journal of the American Medical Association en hún bendir til þess að mun fleiri Bandaríkjamenn stríði við heyrnarskerðingu en áður var talið.

Um er að ræða rúmlega sjö þúsund mælingar á tímabilinu 2001-2008. Samkvæmt henni þjást 48 milljónir Bandaríkjanna af heyrnarskerðingu eða 20,3% þjóðarinnar, tólf ára og eldri. 12,7% eru heyrnarskertir á báðum eyrum. Er þá miðað við að heyra ekki hljóð sem eru 25 desibil eða lægri en það eru viðmið Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á heyrnarskerðingu. 

Samkvæmt WHO þjást um 278 milljónir manna í heiminum, eða 4%, af heyrnarskerðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert