Facebook rannsakar tölvuveiru

Facebook á tölvuskjá
Facebook á tölvuskjá Ernir Eyjólfsson

Stjórnendur samskiptavefsins Facebook tilkynntu í dag að þeir hefðu til rannsóknar mögulega tölvuárás eða tölvuveiru sem hefði lýst sér í óumbeðnum mynd- og kortasendingum inn á fréttaveitur notenda Facebook.

Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að öryggi vefsins sé forgangsatriði og allt sé gert til að koma í veg hvers konar tölvuárásir, ruslpósta eða tölvuveirur. Verið  sé að skoða fjölda tilkynninga um óæskilegar myndsendingar inn á síður Facebook-notenda. Klámmyndir hafa verið þar á meðal, sem og ofbeldisfullar myndir og teikningar. Eru slíkar sendingar ekki taldar æskilegar á Facebook, sem gefur sig út fyrir að vera fjölskylduvænn samskiptavefur.

Talið er að meira en 800 milljónir manna noti Facebook dagslega um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka