Snilldarhugmyndir framhaldsskólanema

Allir þeir sem hlutu viðurkenningu
Allir þeir sem hlutu viðurkenningu

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir afhenti í gær verðlaun í fjórum flokkum Snilldarlausna Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, fyrir árið 2011.

Snilldarlausnir Marel fóru fram í þriðja sinn nú í haust í tengslum við Alþjóðlega athafnaviku sem nýsköpunar og frumkvöðlasetrið Innovit stendur fyrir.

Framhaldsskólanemum er falið það hlutverk í Snilldarlausnum Marel að gera sem mest virði úr fyrirfram ákveðnum einföldum hlut. Áður hafa þessir einföldu hlutir verið herðatré og pappakassi en í ár var það dós sem lék aðalhlutverkið í keppninni.

Dómnefndina í ár skipuðu Ásgeir Ásgeirsson fulltrúi Marel, Diljá Valsdóttir fulltrúi Innovit og Davíð Ingi Magnússon laganemi og frumkvöðull.

Snilldarlausnin 2011

Tillaga: Náttborð  kom frá nemendum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og fá þeir 100 þúsund krónur fyrir tillöguna. Guðmundur Hermann Salbergsson, Sigurður Jón Sigmundsson, Jón Gunnar Sæmundsson, Haukur Örn Harðarson.

Frumlegasta hugmyndin

Tillaga: Þakrennuviðgerð 

Verðlaun: 50.000 kr. Skóli: Menntaskólinn í Reykjavík. Nafn: Rebekka Jenný Reynisdóttir 

Flottasta myndbandið

 Tillaga: Dósastrengur Verðlaun: 50.000 kr. Skóli: Verzlunarskóli Íslands

Nöfn: Haukur Kristinsson og Árni Steinn Viggósson.

 Líklegast til framleiðslu – sérstök viðurkenning Samtaka atvinnulífsins 

Tillaga: Hleðslutækjahaldari

Verðlaun: 50.000 kr. Skóli: Menntaskólinn á Akureyri Nöfn: Steinar Eyþór Valsson , Agnes Eva Þórarinsdóttir, Harpa Lind Konráðsdóttir, Kolbrún Helga Hansen, Sigrún Helga Andrésdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert