Náttúruhamfarir af mannavöldum

HANDOUT

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa þegar valdið hitabylgjum, flóðum vegna gríðarlegrar úrkomu. Líklegt er að ekkert lát verði á slíkum náttúruhamförum af mannavöldum. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í dag.

Þar kemur fram að mannfall og kostnaður vegna slíkra veðrabreytinga fari allt eftir því til hvaða aðgerða verði gripið til á þeim stöðum sem hættan er mest.

Á fundi þar sem skýrslan var kynnt í dag í höfuðborg Úganda, Kampala, í dag kom fram að hægt sé að rekja með óyggjandi hætti hvernig gróðurhúsaáhrif hafa valdið hitabylgjum á undanförnum árum. 

Hægt er að nálgast skýrsluna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert