Bjuggu til ljós úr engu

Í tilrauninni skoppa sýndarljóseindir af „spegli
Í tilrauninni skoppa sýndarljóseindir af „spegli" sem titrar á hraða sem nálgast hraða ljóssins.

Vís­inda­mönn­um í Chal­mers-há­skóla í Gauta­borg í Svíþjóð hef­ur tek­ist að búa til ljós úr tómi. Vís­inda­mönn­un­um tókst að fanga nokkr­ar þeirra ljóseinda, sem stöðugt birt­ast og hverfa í tóma­rúm­inu.

Fram kem­ur á vef há­skól­ans að til­raun­in bygg­ist á einu af mik­il­væg­ustu lög­mál­um skammta­fræði, að loft­tóm sé ekki al­gert tóm. Í raun sé tóma­rúmið fullt af allskon­ar eind­um, sem stöðugt verða til og hverfa. Þær birt­ast, eru til í ör­skots­stund og hverfa síðan aft­ur. Vegna þess að þær eru svona hvik­ul­ar séu þær venju­lega kallaðar sýnd­areind­ir.

Nú hafi Christoph­er Wil­son, vís­inda­manni hjá Chal­mers, og sam­starfs­mönn­um hans tek­ist að fá ljóseind­ir til að brjót­ast út úr sýnd­ar­veru­leik­an­um og verða raun­veru­leg­ar ljóseind­ir, þ.e. að ljósi sem hægt er að mæla.   

Eðlis­fræðing­ar hafi spáð því um 1970 að þetta myndi ger­ast ef sýnd­ar­ljóseind­ir fengju að skoppa af spegli, sem ferðaðist á hraða sem nálgaðist hraða ljóss­ins.  Nú hafi tek­ist að fylgj­ast með þessu fyr­ir­bæri í fyrsta skipti.

Há­skól­inn seg­ir að þessi til­raun dýpki skiln­ing á grunn­hug­tök­um eðlis­fræðinn­ar, svo sem tóma­rúms­flökti þegar sýnd­areind­ir birt­ast og hverfa stöðugt í tóma­rúmi. Talið sé að þetta tóma­rúms­flökt kunni að tengj­ast svo­nefndri „dökkri orku" sem veld­ur því að al­heim­ur­inn þenst sí­fellt hraðar út. Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði voru veitt fyr­ir rann­sókn­ir á útþenslu al­heims­ins.

Vef­ur Chal­mers-há­skóla

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert