Heitustu ár sögunnar

Mótmælendur utan við ráðstefnuhúsið þar sem loftslagsráðstefna SÞ er haldin.
Mótmælendur utan við ráðstefnuhúsið þar sem loftslagsráðstefna SÞ er haldin.

Þrettán heitustu ár sögunnar hafa orðið á undanförnum fimmtán árum, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO.

Þetta kemur fram í ársskýrslu WMO, sem lögð var fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban í Suðu-Afríku í dag.

Stofnunin segir að árið 2011 verði sennilega það 10. heitasta frá því áreiðanlegar mælingar hófust árið 1850. Meðalhitinn í október var 0,41 gráðu yfir meðaltali áranna 1961-1990 en það meðaltal er 14 gráður. 

Í yfirlýsingu segir Michel Jarraud, framkvæmdastjóri WMO, að stjórnmálamenn um allan heim eigi taka mið af niðurstöðum stofnunarinnar. Ljóst sé, að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hafi aldrei verið meira og nálgist það að samsvara 2-2,4 gráða hækkun á meðalhita í heiminum. 

Vísindamenn hafa lýst þeirri skoðun, að hækki meðalhitinn um 2 gráður muni það hafa víðtækar og óafturkræfar breytingar í för með sér. 

Vefur WMO

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert