Gengur hraðar á skógana

Amazon-frumskógurinn. Hraðast gengur á regnskóga heimsins.
Amazon-frumskógurinn. Hraðast gengur á regnskóga heimsins. Reuters

Skóg­ar eyðast nú hraðar en áður, sam­kvæmt rann­sókn á veg­um Sam­einuðu þjóðanna. Á hverju ári eyðast nú um 6,4 millj­ón­ir hekt­ara af skóg­lendi. Hafa tíu hekt­ar­ar af skógi eyðst á mín­útu hverri und­an­far­in fimmtán ár. Mesta eyðing­in á sér stað í regn­skóg­um heims­ins.

Notaði mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un SÞ gervi­hnetti til þess að kort­leggja skóga í fyrsta skipti. Varð niðurstaðan sú að í heild­ina hefði 4,1 millj­ón hekt­ara af skógi tap­ast á ári hverju frá 1990 til 2000 og 6,4 millj­ón­ir frá 2000 til 2005. Þekja skóg­ar nú 30,3 pró­sent af landsvæðum jarðar­inn­ar.

„Eyðing skóga svipt­ir millj­ón­ir manns gæðum skóg­anna og þjón­ustu sem er lyk­il­atriði í fæðuör­yggi, efna­hags­legri vel­ferð og um­hverf­is­vernd,“ seg­ir Edu­ar­do Rojas-Bria­les, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

Töl­urn­ar sýna að 10 hekt­ar­ar af skóg­lendi hafa eyðst á mín­útu hverri á þessu 15 ára tíma­bili, aðallega vegna þess að regn­skóg­ar Suður-Am­er­íku og Afr­íku er höggn­ir til þess að rýma til fyr­ir rækt­ar­landi. Eyðing­in er þó um 32 pró­sent­um minni en áður var talið á tíma­bil­inu en alls hafa 72,9 millj­ón hekt­ar­ar tap­ast frá 1990 til 2005. Þrátt fyr­ir að skóg­um sé ennþá eytt í Asíu veg­ur fjöldi trjáa sem gróður­sett­ur er upp á móti því og hef­ur skóg­lendi því vaxið þar.

Rúss­land, Bras­il­ía, Kan­ada, Banda­rík­in, Kína, Ástr­al­íu, Kongó, Indó­nesía, Perú og Ind­land eru þau lönd þar sem mestu skóg­ar heims­ins eru. Um helm­ing skóg­lend­is er að finna í fimm fyrstu lönd­un­um í upp­taln­ing­unni.







mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert