Setja þak á gagnanotkun

Reuters

Sím­inn hef­ur nú sett þrepa­skipt þak um all­an heim á gagna­notk­un viðskipta­vina sinna sem nota farsíma á ferðalög­um. Þetta þýðir að lokað er á gagna­notk­un viðskipta­vina Sím­ans sem stadd­ir eru er­lend­is þegar hún er kom­in upp í 10 þúsund krón­ur.

Slíkt þak hef­ur verið til staðar þegar fólk ferðast inn­an Evr­ópu um nokk­urt skeið en nú gild­ir þetta einnig um öll önn­ur lönd í heim­in­um þar sem Sím­inn er með reiki­samn­inga. 

„Þegar lokast fyr­ir gagna­notk­un fær viðskipta­vin­ur­inn SMS-skila­boð í farsím­ann og hon­um er boðið að hækka þakið upp í næsta þrep sem er 15 þúsund krón­ur. Fyrstu SMS-skila­boðin ber­ast þegar 80% af þaki gagna­notk­un­ar er náð og aft­ur þegar 100% þaki hef­ur verið náð. Viðskipta­vin­ur get­ur ávallt haft sam­band við Sím­ann og fest þakið í hærri upp­hæðum en ekki verður leng­ur unnt að opna fyr­ir ótak­markaða reik­inotk­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sím­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert