Ætla að klóna mammút

Mammútur.
Mammútur. mbl.is

Japanskir og rússneskir vísindamenn telja að hægt sé að klóna mammúta, en afar vel varðveittur beinmergur mammúts fannst fyrir skömmu.

Beinmergurinn var í mjaðmarbeini mammúts, sem fannst í freðmýrum Síberíu. Teymi vísindamanna frá Sakha Republic-mammútasafninu og Kinki-háskóla í Japan munu hefjast handa við rannsókn á næsta ári þar sem reynt verður að endurskapa þetta risavaxna dýr sem dó út fyrir um 10.000 árum.

Það verður gert með því að nota frumur úr beinmergnum og egg fíls. Fóstrinu verður síðan komið fyrir í legi fíls, en mammúturinn er náfrændi fílsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert