19% aldrei fengið bók að gjöf

12% höfðu aldrei komið inn í bókabúð.
12% höfðu aldrei komið inn í bókabúð. Reuters

Eitt af hverjum þremur börnum í Bretlandi á ekki bók, eða um 4 milljónir barna. Hefur bókalausu börnunum fjölgað mikið frá árinu 2005, þegar eitt af hverjum tíu börnum átti ekki bók. Er þetta niðurstaða könnunar samtaka um læsi þjóðarinnar. 

Talsmaður samtakanna sagði þessar niðurstöður mikið áhyggjuefni því bókaeign tengdist velgengni barnanna á fullorðinsárum. Börn sem lesa bækur geta oft sigrast á öðrum hindrunum auðveldar en jafnaldrar sem lesa ekki.

Börn lesa minna af bókum og einnig minna af tölvuskjá en áður,  en þau horfa meira á kvikmyndir og á myndir í tölvum. Könnunin náði til yfir 18.000 barna á aldrinum 11 til 16 ára. 19% sögðust aldrei hafa fengið bók að gjöf og 12% sögðust aldrei hafa komið í bókabúð. Stúlkur voru aðeins líklegri en drengir til að eiga bók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert