Hafa fundið risavaxin svarthol

Svarthol verður til við þyngdarhrun stjörnu með kjarna sem er …
Svarthol verður til við þyngdarhrun stjörnu með kjarna sem er þyngri en þrír sólarmassar. Stjarnan hrynur saman og verður óendanlega lítil. Reuters

Banda­rísk­ir vís­inda­menn hafa fundið tvö risa­vax­in svart­hol sem hvort um sig er tíu millj­arða sinn­um stærra en sól­in. Svart­hol­in eru í stjörnuþokum í 300 millj­óna ljós­ára fjar­lægð frá jörðinni.

Chung-Pei Ma, stjarn­fræðing­ur hjá Berkeley há­skóla í Kalíforn­íu, sagði á blaðamanna­fundi að þetta væru stærstu svart­hol, sem vitað væri um. Í grein, sem birt­ist í tíma­rit­inu Nature í dag, segja vís­inda­menn­irn­ir, að hugs­an­lega séu svart­hol­in leif­ar af tif­stjörn­um, sem hafi fyllt al­heim­inn ekki löngu eft­ir að hann varð til. Massa svart­hol­anna svipi til massa ungra tif­stjarna. 

Svart­hol verða, að sögn Vís­inda­vefjar­ins, til þegar kjarn­ar stjarna falla sam­an und­an eig­in massa. Kjarn­inn fell­ur sam­an þangað til hann er orðinn geysi­lega þétt­ur og all­ur mass­inn er sam­an kom­inn á ör­litlu svæði. Um­hverf­is það er þyngd­ar­sviðið svo sterkt að ekk­ert slepp­ur í burtu, ekki einu sinni ljós.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert