Reisa loðfílinn upp frá dauðum

Sýn listamanns á hvernig loðfíll gæti hafa litið út.
Sýn listamanns á hvernig loðfíll gæti hafa litið út.

Vísindamenn frá Japan og Rússlandi undirbúa nú tilraun þar sem ætlunin er að klóna loðfíla. Fyrsta skrefið er að taka beinmerg úr lærbeini löngu dauðs loðfíls og sækja í hann frumukjarna til vísindalegra nota. Telja vísindamennirnir sig geta náð tilætluðum árangri innan fimm ára. 

Verður frumukjarnanum komið fyrir í eggi úr fílsmóður.

Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, og segir þar að sérfræðingar við The Roslin Institute, sem klónuðu kindina Dolly um árið, séu ekki bjartsýnir á að loðfílatilraunin takist.

Charles Foster, félagi við Green Templeton College í Oxford, er hins vegar bjartsýnni og telur tilraunina ekki „algjörlega fráleita“. Hann varar þó við ýmsum óvissuþáttum í tilrauninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert