Vísindamenn við ríkisháskólann í Ohio hafa birt niðurstöður sem sýna að mikið landris hefur orðið á sunnanverðu Grænlandi vegna þess að jöklar bráðnuðu óvenjumikið í fyrra, segir á vefsíðunni The State Column. Sums staðar reis land um liðlega tvo sentimetra á fimm mánuðum. Meðalhækkunin á svæðinu var liðlega hálfur sentimetri.
Notast var við alls 50 afar nákvæma GPS-mæla til að fylgjast með landrisi við Grænland og svæði í grenndinni, þ.á m. við Ísland. Bráðnunin í fyrra er sögð hafa numið um 100 þúsund milljónum tonna af ís en alþekkt er að slík þróun geti valdi landrisi, þungi ísfargsins þrýstir landinu niður. Ris af þessu tagi hefur orðið víða á jörðinni í um 17 þúsund ár, segir í grein ritsins.