Katla virkari á sumrin

Meiri jarðvirkni er í kring­um Kötlu á sumr­in en á vet­urna en árstíðabundn­ar sveifl­ur í þykkt ís­hett­unn­ar yfir eld­fjall­inu hafa áhrif á spennu í berg­inu und­ir henni. Þetta kem­ur fram í vís­inda­tíma­rit­inu Science News. Er bent á að Kötlugos á 20. öld hafi öll byrjað á tíma­bil­inu frá maí til nóv­em­ber.

Fabien Al­bino, jarðeðlis­fræðing­ur við Há­skóla Íslands, seg­ir að þegar ís­hett­an yfir Kötlu bráðnar á sumr­in geti það komið af stað gosi. Hafa Al­bino og sam­starfs­menn hans búið til tölvu­lík­an af því hvernig spenna breyt­ist í berg­inu þegar þyngd­in ofan á minnk­ar. Íshett­an yfir Kötlu er sex metr­um þynnri á sumr­in en á vet­urna að sögn Al­bin­os. Þá seg­ir hann að fleiri smærri jarðskjálft­ar verði í kring­um Kötlu á sumr­in en á vet­urna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert