Katla virkari á sumrin

Meiri jarðvirkni er í kringum Kötlu á sumrin en á veturna en árstíðabundnar sveiflur í þykkt íshettunnar yfir eldfjallinu hafa áhrif á spennu í berginu undir henni. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Science News. Er bent á að Kötlugos á 20. öld hafi öll byrjað á tímabilinu frá maí til nóvember.

Fabien Albino, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að þegar íshettan yfir Kötlu bráðnar á sumrin geti það komið af stað gosi. Hafa Albino og samstarfsmenn hans búið til tölvulíkan af því hvernig spenna breytist í berginu þegar þyngdin ofan á minnkar. Íshettan yfir Kötlu er sex metrum þynnri á sumrin en á veturna að sögn Albinos. Þá segir hann að fleiri smærri jarðskjálftar verði í kringum Kötlu á sumrin en á veturna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka