Fleiri mæður beita ofbeldi en feður

Mæður beita börn sín oft­ar of­beldi en feður. Þetta sýn­ir ný norsk rann­sókn. Þeir sem standa að rann­sókn­inni segja að ástæðan fyr­ir þessu kunni að vera sú að börn­in séu meira með mæðrum sín­um en feðrum.

Af þeim 7.000 sem tóku þátt í könn­un­inni, en þeir voru á aldr­in­um 18-20 ára, sögðust 20% hafa upp­lifað of­beldi af hálfu móður. 14% sögðu að feður þeirra hefðu beitt þau of­beldi.

Í könn­un­inni kom fram að of­beldi mæðranna var væg­ara en feðranna. Þær voru gjarn­an að toga í börn­in og klípa þau, en of­beldi feðranna var oft­ar al­var­legra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert