Fleiri mæður beita ofbeldi en feður

Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður. Þetta sýnir ný norsk rannsókn. Þeir sem standa að rannsókninni segja að ástæðan fyrir þessu kunni að vera sú að börnin séu meira með mæðrum sínum en feðrum.

Af þeim 7.000 sem tóku þátt í könnuninni, en þeir voru á aldrinum 18-20 ára, sögðust 20% hafa upplifað ofbeldi af hálfu móður. 14% sögðu að feður þeirra hefðu beitt þau ofbeldi.

Í könnuninni kom fram að ofbeldi mæðranna var vægara en feðranna. Þær voru gjarnan að toga í börnin og klípa þau, en ofbeldi feðranna var oftar alvarlegra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka