Finnski farsímaframleiðandinn Nokia hefur átt nokkuð undir högg að sækja á snjallsímamarkaðnum en nú virðist hann hafa náð vopnum sínum því nýr sími, Nokia Lumia 800, sem er með Widows Phone stýrikerfi.
Danska blaðið Jyllands-Posten, segir að síminn veiti iPhone og svonefndum Android símum verðuga keppni. Stýrikerfið sé auðvelt í meðförum og búnaður símans haganlega hannaður. Það sé þó ókostur, að minni símans sé ekki nógu mikið til að myndavélin nýtist að fullu.