Nýjar reikistjörnur líkjast jörðinni

NASA

Stjarnvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru þær minnstu og þær líkustu jörðinni sem fundist hafa utan sólkerfis okkar. Reikistjörnurnar eru í Lýrustjörnuþokunni og ganga á braut um stjörnuna Kepler-20. Fundust þær með Kepler-stjörnusjónaukanum og var fundurinn kynntur í vísindatímaritinu Natureí vikunni.

Sú stærri nefnist Kepler-20f og er þremur prósentum stærri en jörðin að þvermáli. Sú minni, Kepler-20fe, er þrettán prósentum minni en jörðin og er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur á braut um stjörnu í alheiminum.

Báðar reikistjörnurnar eru taldar vera úr bergi og efnasamsetning þeirra svipuð jörðinni. Þær eru mun nær stjörnunni sem þær ganga um en jörðin er sólu og ganga því einnig mun hraðar um hana. Telja vísindamenn að Kepler-20e skjótist í kringum stjörnuna á aðeins sex dögum en Kepler-20f á tuttugu dögum.

Voru líkari jörðinni

Þó að alltof heitt sé þar nú til að líf geti þrifist telja vísindamenn að Kepler-20f hafi verið enn líkari jörðinni áður fyrr þegar reikistjörnurnar voru fjær stjörnunni. Þar hafi jafnvel getað myndast lofthjúpur úr vatnsgufu.

„Við vitum að þessar reikistjörnur gætu hafa færst nær stjörnunni. Sú stærri gæti hafa verið hliðstæða jarðarinnar áður fyrr. Hún er jafnstór jörðinni og þar gæti hafa verið sama hitastig áður,“ segir dr. Francois Fressin hjá HarvardSmithsonian-miðstöðinni sem stjórnaði rannsókninni við breska ríkisútvarpið BBC.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert