Hlátur á sér minnst 30-60 milljóna ára forsögu, að sögn vísindamannsins Marinu Davila-Ross við Portsmouth-háskóla sem hefur að sögn BBCrannsakað hvaða áhrif kitlur hafa á 19 ára górillu, Emmie. Viðbrögð hennar við kitlum minni mjög á viðbrögð manna.
Umsjónarmaður Emmie, Phil Ridges, segist oft hafa séð górillur kitla hver aðra, það sé notalegt þegar þær leyfi honum líka að kitla sig. Rannsóknir á rottum sýna einnig að þær gefa frá sér eins konar „hlátur“ þegar þær eru kitlaðar.