Vísindamenn framleiða sæði

Tilraunaglös. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tilraunaglös. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ásdís Ásgeirsdóttir

Karlar sem stríða við ófrjósemi kunna senn að geta látið vísindamenn um að framleiða sæði úr frumum sínum og komist þannig hjá því að fá sæði frá öðrum karlmönnum. Tilraunir með framleiðslu sæðis úr músum þykja gefa góðar vonir í þessum efnum.

Það voru vísindamenn í Ísrael og Þýskalandi sem stóðu að tilrauninni, undir forystu prófessors Stefans Schlatts við Münster-háskóla í Þýskalandi.

Fór sæðisframleiðslan þannig fram að sæði var ræktað úr frumum í eistum músa.

Komið fyrir í hlaupkenndu efni

Var frumunum komið fyrir í agar, hlaupkenndu efni sem er unnið úr þörungum og m.a. notað við gerlarækt og matvælavinnslu, til að líkja eftir umhverfinu inni í eistum.

Daily Telegraph segir frá málinu og ræðir við Mahmoud Huleihel, ísraelskan vísindamann við Ben Gurion-háskóla í Beersheba, sem lýsir yfir bjartsýni á framhaldið.

„Ég trúi því að það verði að lokum hægt að rækta sæði úr körlum með reglubundnum hætti eftir pöntunum með því sækja frumur í eistu karla og örva sæðisframleiðslu á tilraunastofunni,“ sagði Huleihel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert