Konur eru Hawking ráðgáta

Stephen Hawking botnar líklega ekkert í þessari kínversku námskonu á …
Stephen Hawking botnar líklega ekkert í þessari kínversku námskonu á ráðstefnu í Kína árið 2006. Reuters

Vísindamaðurinn heimsfrægi Stephen Hawking hefur varpað ljósi á leyndardóma alheimsins eins og hvernig svarthol virka. Eitt viðfangsefni segir hann þó valda sér miklum heilabrotum og hann standi ráðþrota frammi fyrir því: konum.

Í viðtali í tilefni af sjötugsafmæli sínu um helgina viðurkennir Hawking að hafa eytt lunganum af deginum í að hugsa um konur. „Þær eru alger ráðgáta,“ segir hann. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

Á fimmtudag hefst alþjóðleg ráðstefna þar sem eðlisfræðingar frá öllum heiminum koma saman til að ræða ástand alheimsins. Sjálfur hefur Hawking lagt mikið til vísindanna á löngum ferli sínum þrátt fyrir að hafa verið hrjáður af hreyfitaugungahrörnun frá því hann var 21 árs gamall.

Þannig vann hann að rannsóknum á því hvernig alheimurinn þandist út fyrst eftir að hann varð til, skammtakenningu um þyngdarafl og sýndi fram á að svarthol senda frá sér geislun og hverfa þess vegna hægt með tímanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert