200 milljónir neyta ólöglegra efna

Tengsl eru á milli kannabisreykinga og geðrænna vandamála
Tengsl eru á milli kannabisreykinga og geðrænna vandamála Reuters

Um 200 milljónir íbúa jarðarinnar neyta ólöglegra lyfja, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknaritinu Lancet.

Samkvæmt rannsókninni notuðu á bilinu 149-271 milljón manna ólögleg lyf árið 2009.

Kannabis er algengasta ólöglega efnið sem neytt er í heiminum en kannabisneytendur voru á bilinu 125-203 milljónir árið 2009. Neytendur kókaíns, heróíns, morfíns og amfetamíns eru á bilinu 15-39 milljónir alls og þeir sem eru sprautufíklar eru á bilinu 11-21 milljón. 

Eiturlyfjaneysla er útbreiddust í ríkum löndum og í löndum þar sem framleiðslan er mest. Samkvæmt rannsókninni eru tengsl milli neyslu kannabis og geðrænna vandamála án þess þó að merkjanleg tengsl séu á milli dauðsfalla og neyslu kannabisefna. Aftur á móti eru sterk tengsl á milli notkunar eiturlyfja sem unnin eru úr ópíum og dauðsfalla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert