Ný og viðamikil bresk rannsókn þykir benda til að andlegri getu taki að hraka eftir fertugt. Rannsóknin náði til yfir 7.000 opinberra starfsmanna sem tóku þátt í tilraun árið 1997 og svo aftur árið 2007.
Fjallað er um málið á vef Daily Telegraph en niðurstöðurnar birtust í vefriti British Medical Journal.
Meðal niðurstaðna er að fólk á aldrinum frá 45 til 49 ára hafi sýnt fram á lakari niðurstöðu í síðari tilrauninni og er hrörnunin metin á 3,6%.
Hrörnunin var enn meiri hjá þátttakendum sem eru á sjötugsaldri eða sem nemur 8,5%.
Haft er eftir höfundum vísindagreinarinnar að til þessa hafi verið litlar vísbendingar um andlega hrörnun fyrir sextugsaldurinn.