Hawking forfallaðist

Stephen Hawking.
Stephen Hawking. Reuters

Breski vís­indamaður­inn Stephen Hawk­ing gat ekki mætt á málþing vís­inda­manna, sem haldið var í til­efni af sjö­tugsaf­mæli hans, vegna veik­inda. Í ávarpi sem tekið var upp fyr­ir máþingið hvatti Hawk­ing mann­kynið til að leita frek­ar út í al­heim­inn til að tryggja framtíð sína.

Var­a­rektor Cambridge-há­skóla, þar sem málþingið er haldið, til­kynti að Hawk­ing hefði verið slæm­ur til heils­unn­ar und­an­farið og hann hefði verið út­skrifaður af sjúkra­húsi á föstu­dag.

Í stað þess að Hawk­ing kæmi fram var spiluð upp­taka af ávarpi hans. Hvatti hann vís­inda­menn­ina til þess að horfa til glæsi­legs fer­ils síns og framtíðar vís­ind­anna í stað bar­áttu hans við veik­indi. Hawk­ing hef­ur þjáðst af hreyfitauga­hrörn­un frá því að hann var 21 árs gam­all.

„Þetta hef­ur verið stór­kost­legt að vera uppi á þess­um tíma og stunda rann­sókn­ir í eðlis­fræðikenn­ing­um. Við verðum líka að halda áfram ferðum út í geim­inn vegna framtíðar mann­kyns­ins. Ég held ekki að við mun­um lifa af önn­ur þúsund ár án þess að flýja brot­hætta plán­etu okk­ar,“ sagði Hawk­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert