Nikótínlyf gagnlítil

Mörgum reynist erfitt að hætta að reykja.
Mörgum reynist erfitt að hætta að reykja. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nikó­tín­tyggjó, plástr­ar og nefúði hjálp­ar fólki ekki frek­ar að hætta að reykja síga­rett­ur til lengri tíma litið en ef fólk reyn­ir sjálft að hætta. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar vís­inda­manna við Har­vard-há­skóla.

Fylgst var með 787 manns sem höfðu ný­lega hætt að reykja í Massachusetts-ríki í Banda­ríkj­un­um. Niðurstaðan var að til lengri tíma litið féllu eins marg­ir af þeim sem höfðu stuðst við nikó­tín­lyf og þeir sem slepptu þeim, eða um þriðjung­ur.

Þá kom í ljós að stór­reyk­inga­menn sem notuðu nikó­tín­lyf án þess að leita sér aðstoðar fag­manna voru tvö­falt lík­legri til þess að falla en þeir sem ekki notuðu lyf.

„Þetta gæti bent til þess að sum­ir stór­reyk­inga­menn líti á nikó­tín­lyf sem nokk­urs kon­ar töfra­lyf og þegar þeir gera sér grein fyr­ir því að þau eru það ekki standa þeir eft­ir ber­skjaldaðir í til­raun sinni til að hætta og dæmd­ir til að mistak­ast,“ seg­ir í rann­sókn­inni sem birt­ist í tíma­rit­inu Tobacco Control.

Rann­sókn­in leiddi einnig í ljós að mjög fáir af þeim sem nota lyf­in fylgja leiðbein­ing­um um að nota þau í átta vik­ur. Marg­ir nota þau um skemmri tíma í staðinn.

„Þessi rann­sókn sýn­ir þörf­ina á því að mat­væla- og lyfja­stofn­un samþykki aðeins lyf sem sýnt hef­ur verið fram á að hjálpi reyk­inga­mönn­um að hætta að reykja til lengri tíma litið og minnki styrk­leika nikó­tíns til þess að draga úr síga­rettufíkn­inni,“ seg­ir Greg­ory Connolly, for­stöðumaður alþjóðlegr­ar tób­aksvarn­ar­miðstöðvar Har­vard-há­skóla og einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert