Hópur vísindamanna við Cambridge-háskóla og ýmsar þekktar menntastofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að næsta ísöld hefði að óbreyttu átt að hefjast eftir um 1500 ár. Henni muni hins vera seinka vegna losunar koldíoxíðs í andrúmsloftið.
Síðustu ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Flókið samspil milli breytinga á braut jarðar um sólu, halla jarðmönduls og fleiri þátta veldur ýmist kulda- eða hitaskeiðum. Að sögn BBC lögðu stjörnufræðingarnir Fred Hoyle og Chandra Wickramasinghe til í blaðagrein fyrir 13 árum að gróðurhúsaáhrifum yrði markvisst haldið við til að hindra nýja ísöld. kjon@mbl.is