Finnski farsímaframleiðandinn Nokia ætlar að segja keppinautum sínum á bandarískum snjallsímamarkaði stríð á hendur með nýjum snjallsíma, Lumia 900, sem notar nýjustu útgáfu farsímastýrikerfis Microsoft.
Er síminn svar Nokia við iPhone- og Android-símum sem hafa notið mikillar hylli vestanhafs.
Framkvæmdastjóri Microsoft, Steven Ballmer, og forstjóri Nokia, Stephen, kynntu nýja Lumia 900 símann í gær. Þeir gáfu ekki upp verð á símanum né heldur hvaða dag hann kemur í sölu.
Á morgun verður byrjað að selja Lumia 710 síma Nokia í Bandaríkjunum, sem er ódýrari útgáfa af Lumia snjallsímanum og kostar síminn 49 Bandaríkjadali, rúmar 6 þúsund krónur, ef hann er keyptur með T-Mobile þjónustu.