Jökull hvarf á fjórum árum

Bandarískur ljósmyndari hefur birt myndskeið, sem hann segir tekið á fjórum árum og sýnir jökul í Alaska hopa hratt.

Bandaríski ljósmyndarinn James Balog segir, að myndirnar af Columbia-jökli í Alaska hafi verið teknar á tímabilinu frá maí 2007 til september 2011. Hann hefur undanfarin ár unnið að heimildarmynd um bráðnun jökla og verður hún sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Utah síðar í janúar.

Fram kemur á vefnum Huffington Post, að Balag hafi komið myndavélum fyrir á 15 stöðum á Grænlandi, Íslandi, Alaska og í Klettafjöllum til að fylgjast með bráðnun jökla. 

Myndskeiðið af Columbiajökli

Huffington Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka