Jökull hvarf á fjórum árum

Banda­rísk­ur ljós­mynd­ari hef­ur birt mynd­skeið, sem hann seg­ir tekið á fjór­um árum og sýn­ir jök­ul í Alaska hopa hratt.

Banda­ríski ljós­mynd­ar­inn James Balog seg­ir, að mynd­irn­ar af Col­umb­ia-jökli í Alaska hafi verið tekn­ar á tíma­bil­inu frá maí 2007 til sept­em­ber 2011. Hann hef­ur und­an­far­in ár unnið að heim­ild­ar­mynd um bráðnun jökla og verður hún sýnd á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni í Utah síðar í janú­ar.

Fram kem­ur á vefn­um Huff­ingt­on Post, að Balag hafi komið mynda­vél­um fyr­ir á 15 stöðum á Græn­landi, Íslandi, Alaska og í Kletta­fjöll­um til að fylgj­ast með bráðnun jökla. 

Mynd­skeiðið af Col­umb­ia­jökli

Huff­ingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert