Wikipedia, alfræðiritið á vefnum, hefur í hyggju að loka enskumælandi hluta síðunnar á morgun til að mótmæla frumvarpi til nýrra laga í Bandaríkjunum gegn hugverkaþjófnaði. Vefsíðurnar Reddit og Boing Boing, munu einnig taka þátt í mótmælunum. Twitter-síðan hefur hafnað því að taka þátt.
Forsvarsmenn síðnanna eru andsnúnir Sopa-frumvarpinu svokallaða (Stop Online Piracy Act) og Pipa-frumvarpinu (Protect Intellectual Property Act) sem eru nú til umræðu í bandaríska þinginu.
Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia, gagnrýnir þau harðlega í samtali við BBC. Telur Wales að Sopa-frumvarpið sé svo yfirdrifið og illa skrifað að það komi til að með hafa hamlandi áhrif sem tengist ekki ólöglegu niðurhali. Sopa og Pipa gefi til kynna mun stærra vandamál á heimsvísu þar sem unnið sé gegn ólöglegu niðurhali og „sjóræningjastarfsemi“ á kostnað frelsis á netinu.“
Stuðningsmenn Sopa á bandaríska þinginu segja frumvarpið hannað til að stöðva tekjuflæði til „ræningjavefsíðna“.
Nú eru uppi vangaveltur um hvort Barack Obama, Bandaríkjaforseti, muni beita neitunarvaldi sínu gegn lögunum.