Wikipedia lokar í 24 tíma

Wikipedia, al­fræðiritið á vefn­um, hef­ur í hyggju að loka ensku­mæl­andi hluta síðunn­ar á morg­un til að mót­mæla frum­varpi til nýrra laga í Banda­ríkj­un­um gegn hug­verkaþjófnaði. Vefsíðurn­ar Reddit og Bo­ing Bo­ing, munu einnig taka þátt í  mót­mæl­un­um. Twitter-síðan hef­ur hafnað því að taka þátt.

For­svars­menn síðnanna eru and­snún­ir Sopa-frum­varp­inu svo­kallaða (Stop On­line Piracy Act) og Pipa-frum­varp­inu (Protect In­tell­ectual Property Act) sem eru nú til umræðu í banda­ríska þing­inu.

Jimmy Wales, stofn­andi Wikipedia, gagn­rýn­ir þau harðlega í sam­tali við BBC. Tel­ur Wales að Sopa-frum­varpið sé svo yf­ir­drifið og illa skrifað að það komi til að með hafa hamlandi áhrif sem teng­ist ekki ólög­legu niður­hali. Sopa og Pipa gefi til kynna mun stærra vanda­mál á heimsvísu þar sem unnið sé gegn ólög­legu niður­hali og „sjó­ræn­ingja­starf­semi“ á kostnað frels­is á net­inu.“

Stuðnings­menn Sopa á banda­ríska þing­inu segja frum­varpið hannað til að stöðva tekjuflæði til „ræn­ingja­vefsíðna“.

Nú eru uppi vanga­velt­ur um hvort Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, muni beita neit­un­ar­valdi sínu gegn lög­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert