2011 var 11. heitasta árið

Ekki er hægt að segja að hitabylgjur hafi plagað Íslendinga …
Ekki er hægt að segja að hitabylgjur hafi plagað Íslendinga á síðasta ári en almennt var hitinn þó um eða yfir meðallag. Árni Sæberg

Ekki var eins heitt í veðri á síðasta ári og verið hef­ur nán­ast all­an síðasta ára­tug. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um banda­rísku sjáv­ar­út­vegs- og veður­fræðistofn­un­ar­inn­ar var meðal­hit­inn í heim­in­um í fyrra 14,4°C og var árið 2011 það ell­efta heit­asta frá því slík­ar mæl­ing­ar hóf­ust árið 1880.

Hit­inn í fyrra var þó 0,5°C hærri en að meðaltali á 20. öld og raun­ar var heit­ara í fyrra en öll ár síðustu ald­ar nema árið 1998. 

Ein ástæða þess að árið 2011 var mild­ara en árin á und­an var sú að veður­fyr­ir­bærið  La Niña hafði þau áhrif að Kyrra­haf var ekki eins heitt og áður. La Niña er haf­straum­ur sem gæt­ir í Kyrra­hafi á nokk­urra ára fresti og leiðir venju­lega til þess að hit­inn í and­rúms­loft­inu minnk­ar.

Hita­met voru sett á Spáni og í Nor­egi á síðasta ári. Hit­inn í Banda­ríkj­un­um var rétt yfir meðallagi en í 17 banda­rísk­um borg­um, þar á meðal Hou­st­on, Miami og Aust­in, voru sett hita­met.

Banda­ríska geim­ferðastofn­un­in, NASA, birti svipaðar niður­stöður í dag. Stofn­un­in seg­ir, að aldrei áður hafi verið jafn mörg „öfga­veður" í Banda­ríkj­un­um og á síðasta ári, eða 14 tals­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert