iPhone skýtur Samsung ref fyrir rass

Apple-eplið er nú meðal þekktustu vörumerkja veraldar.
Apple-eplið er nú meðal þekktustu vörumerkja veraldar. Reuter

iP­ho­ne-farsími Apple er nú mest seldi snjallsím­inn í heim­in­um en á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs seld­ust fleiri en 37 millj­ón iP­ho­ne-sím­ar. Á sama tíma er áætlað að Sam­sung, sem hafði vinn­ing­inn á þriðja árs­fjórðungi, hafi selt um 30 millj­ón­ir snjallsíma.

Rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Kant­ar Worldpanel ComTech seg­ir markaðshlut­deild Apple á snjallsíma­markaðnum hafa tvö­fald­ast á einu ári en hún var 44,9% á tíma­bil­inu frá októ­ber og fram í des­em­ber.

Á sama tíma minnkaði hlut­deild smart­síma sem styðjast við Android-stýri­kerfið úr 50% í 44,8%.

Hagnaður banda­ríska tölvu­fram­leiðand­ans Apple Corp. nam 13,06 millj­örðum dala, 1.618 millj­örðum króna, á síðasta fjórðungi árs­ins 2011, og jókst um 118% frá sama tíma­bili árið áður. Er þetta mun betri af­koma en sér­fræðing­ar væntu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert