„Ekki treysta gervihnattasímum“

Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.
Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni. Reuters

Sér­fræðing­ar vara við því að með næga tölvuþekk­ingu geti hver sem er hlerað gervi­hnatt­asíma sem meðal ann­ars ýmis stjórn­völd nýti sér til sam­skipta á svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á hefðbundna sam­skipta­tækni.

Bene­dikt Driessen og Ralf Hund, sér­fræðing­ar í ör­ygg­is­fræðum við Há­skól­ann í Ruhr í Þýskalandi, segja að sér hafi tek­ist að rjúfa dul­kóðun sem notuð er til þess að vernda sam­skipti í gegn­um tvö slík síma­kerfi. Þeir segja að ekki þurfi merki­leg­an eða dýr­an tækni­búnað til þess að gera slíkt hið sama sé þekk­ing­in fyr­ir hendi.

Þeir fé­lag­ar hafa gefið út skýrslu um málið þar sem þeir út­skýra það ít­ar­lega en skýrsl­an ber ein­fald­lega heitið „Ekki treysta gervi­hnatt­asím­um“ í ís­lenskri þýðingu.

Frétta­vef­ur breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert