Windows 8 frumsýnt 29. febrúar

Reuters

Prufuútgáfa af Windows 8 stýrikerfinu verður kynnt á hlaupársdegi, 29. febrúar næstkomandi. Tölvurisinn Microsoft mun kynna kerfið með viðhöfn á hóteli í Barcelona en þar stendur fyrir dyrum risastór tölvuráðstefna.

Microsoft gefur enn sem komið er ekki miklar upplýsingar um nýjungar sem munu fylgja stýrikerfinu. En kynning á kerfinu verður samhliða kynningu á nýrri „app-verslun“ Microsoft, þar sem verður að finna fjölda smáforrita fyrir snjallsíma og sambærileg tæki. Apple og Google hafa hingað til verið nokkuð einráð á þeim markaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert