Gönguhraði tengist elliglöpum

Silvio Berlusconi fer hér fremstur í hópi þjóðarleiðtoga í göngutúr …
Silvio Berlusconi fer hér fremstur í hópi þjóðarleiðtoga í göngutúr á ströndinni í Georgíu. Reuters

Gönguhraði kann að vera vísbending um það hversu líklegt er að fólk fái elliglöp síðar á ævinni, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að styrkleika grips um miðjan aldur megi tengja við líkurnar á heilablóðfalli. Frá þessu segir á vef BBC.

Rannsóknin var framkvæmd við Boston Medical Centre og kynnt á ráðstefnu í dag Vísindamennirnir baki henni segja að niðurstöðurnar veki mikilvægar spurningar frekari rannsókna sé þörf til að öðlast skilning á því hvað búi að baki. Vísbendingar um tengsl milli slæmrar heilsu og þess að ganga hægt hafa áður komið fram. M.a. í rannsókn sem birt var í British Medical Journal árið 2009 og leiddi í ljós að sterk tengsl væru á milli dauðsfalla vegna hjartaáfalla og hægs göngulags.

Þá bentu niðurstöður annarrar rannsóknar sem birt var í Journal of the American Medical Association til þess að tengsl væru milli rösklegs göngulags hjá fólki yfir 65 ára aldri og lífslíka.

Nýjasta rannsóknin var framkvæmd þannig að heilasneiðmyndir voru teknar af 2.410 manns, gönguhraði þeirra mældur sem og styrkleiki grips. Meðalaldur þátttakenda var 62 ár. 11 árum eftir mælingarnar kom í ljós að 34 úr hópnum voru byrjaðir að fá elliglöp og 79 höfðu fengið heilablóðfall. Tengsl reyndust vera milli gönguhraða og fyrri hópsins annars vegar, og milli styrkleika grips og seinni hópsins hinsvegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka