Hærri dánartíðni hjá þeim sem taka svefnlyf

Fólk á miserfitt með að sofna.
Fólk á miserfitt með að sofna. Reuters

Þeir sem taka inn svefn­lyf eru í mun meiri hættu á að deyja en þeir sem ekki taka slík lyf. Dán­artíðnin er þre­falt hærri hjá þeim sem taka 18 slík­ar töfl­ur á ári.

Þetta eru niður­stöður í rann­sókn sem BMJ Open birti í vik­unni. Rann­sókn­in náði til 10.529 ein­stak­linga sem tóku svefn­lyf og 23.676 ein­stak­linga sem ekki tóku slík lyf. Meðal­ald­ur hóp­anna var 54 ár.

Í rann­sókn­inni var bor­in sam­an dán­artíðni hóp­anna. Þeir sem höfðu tekið allt að 18 svefn­töfl­ur á ári voru þris­var sinn­um lík­legri fyr­ir að lát­ast en þeir sem ekki tóku svefn­lyf. Þeir sem tóku 18-132 svefn­töfl­ur á ári voru fjór­um sinn­um lík­legri til að deyja. Einnig fund­ust tengsl milli mik­ill­ar notk­un á svefn­töfl­um og krabba­meins (hlut­fallið var 1,35).

Rann­sak­end­ur taka skýrt fram að ekki sé hægt að full­yrða að auk­in dán­artíðni stafi af notk­un svefn­lyfja því að í rann­sókn­inni hafi ekki verið reynt að svara spurn­ing­unni hvers vegna dán­artíðnin er hærri. Rann­sókn­in hafi ein­ung­is sýnt fram á að dán­artíðin er hærri. Rann­sak­end­ur benda á að reyk­ing­ar, áfeng­isneysla og ofþyngd geti ásamt fleiru skýrt hærri dán­artíðni.

Rann­sókn BMJ Open

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka