Snjallsímar vinsælir í Bandaríkjunum

Næstum því helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna eiga snjallsíma.
Næstum því helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna eiga snjallsíma. mbl.is

Fleiri Bandaríkjamenn nota nú snjallsíma en aðrar tegundir farsíma, en snjallsímum hefur fjölgað þar gríðarlega mikið að undanförnu. Næstum því helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna á snjallsíma.

Þetta sýnir ný könnun, sem framkvæmd var af Pew Research Center. Þar kom í ljós að 46% Bandaríkjamanna, 18 ára og eldri, eiga og nota snjallsíma, en 41% notar hefðbundna farsíma. 12% eiga ekki farsíma.

Þetta er mikil aukning frá því í fyrra, þegar 35% áttu snjallsíma.

20% eiga síma með Android-stýrikerfi, 19% eiga iPhone og 6% eiga Blackberry. Þá eiga 2% Windows snjallsíma.

Aldraðir Bandaríkjamenn eru síður ginnkeyptir fyrir snjallsímum, en 13% þeirra sem eru 65 ára og eldri eiga slíka síma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka