Hjartalyf gegn rasisma

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Algengt hjartalyf gæti haft þá óvenjulegu aukaverkun að draga úr kynþáttahatri, segir í nýrri rannsókn.

Sjálfboðaliðar sem tóku lyfið, sem gefið er við hjartaverk og hjartsláttartruflunum, sýndu minni kynþáttafordóma í kjölfarið í geðrannsókn sem þeir gengust undir. Annar sambærilegur hópur tók lyfleysu og breytti hún engu um fordóma þeirra.

Vísindamenn telja niðurstöðuna til komna vegna þess að kynþáttahatur og fordómar séu í raun afleiðing hræðslu. Sé fólk ekki eins hrætt, sýni það meira umburðarlyndi.

Lyfið, Propranolol, er sagt hafa bæði þau áhrif að jafna hjartslátt og á þær stöðvar heilans sem stjórna hræðslu. Lyfið er því einnig notað gegn kvíða og ofsahræðslu.

Rannsóknin var framkvæmd við Oxford-háskóla og er á tilraunastigi. Tveir 18 manna hópar tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður hennar hafa verið birtar í vísindatímaritinu Psychopharmacology.

Niðurstöðurnar eru einnig áhugaverðar að því leyti að lyfið virtist ekki hafa nein áhrif á fordóma gagnvart trúarbrögðum, kynferðismálum eða fíkniefnaneytendum.

Frétt The Telegraph um rannsóknina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert