Sólgos gæti haft áhrif á fjarskipti

Kraftmikið sólgos varð í gær og nú er sólblossi (e. …
Kraftmikið sólgos varð í gær og nú er sólblossi (e. solar flare) á hraðferð til jarðar. Myndin er tekin af NASA í gær og sýnir vel gosið. NASA

Stærsti sól­b­loss­inn sem orðið hef­ur í fimm ár er nú á hraðferð til jarðar. Vís­inda­menn segja að bloss­inn gæti truflað fjar­skipti, raf­magn og jafn­vel flug.

Sólgos varð á þriðju­dags­kvöld og áhrifa þess mun þegar gæta á jörðinni á morg­un, fimmtu­dag, lík­lega um há­deg­is­bil. Vís­inda­menn hjá banda­rísku Geim- og veður­spá­stofn­un­inni segja að bloss­inn magn­ist á ferð sinni frá sólu til Jarðar.

„Hann mun skella beint á nefið á okk­ur,“ seg­ir Joe Kunches, vís­indamaður hjá alþjóðlega sjáv­ar- og veðurfars­ráðinu.

Sól­ar­storm­ur­inn, eða sól­b­loss­inn (e. sol­ar flares), mun hafa áhrif á jörðinni á morg­un og föstu­dag, en hugs­an­lega munu fleiri bloss­ar frá sólgos­inu ná til jarðar á næst­unni.

Vís­inda­menn bíða nú í of­væni eft­ir að sjá hver áhrif­in verða er raf­magnaðar agn­ir bloss­ans skella á ógn­ar­hraða á jörðinni.

Já­kvæðu frétt­irn­ar eru þær að mögnuð norður­ljós verða á fimmtu­dags­kvöld og föstu­dags­morg­un. Gall­inn er hins veg­ar sá að það er fullt tungl svo ljós­in verða ekki eins áber­andi á himn­in­um.

Vís­inda­menn telja að áhrif­in geti einnig orðið önn­ur, þ.e. bloss­inn gæti truflað fjar­skipti, GPS-staðsetn­ing­ar­tæki og raf­magn. Árið 1989 sló kraft­mik­ill sól­b­lossi út raf­magni í Qu­e­bec í Kan­ada með þeim af­leiðing­um að 6 millj­ón­ir manna urðu raf­magns­laus­ar.

Þá gætu gervi­tungl einnig orðið fyr­ir áhrif­um.

Hið magnaða sólgos séð með myndavélum NASA.
Hið magnaða sólgos séð með mynda­vél­um NASA. NASA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert