Blóðsykurmælir fyrir iPhone

Ljósmynd/sky.com

Í dag fer í sölu í Bretlandi nýtt tæki sem gerir sykursjúkum kleift að mæla blóðsykurinn með því að nota iPhone eða iPod touch.

Blóðsykurmælirinn kallast iBGStar og með honum fylgir ókeypis „app“ þannig að hægt sé að geyma og greina allar upplýsingar sem berast úr mælinum.

Ætlunin er að auðvelda sykursjúkum að fylgjast með blóðsykri sínum en það er afar mikilvægur hluti af meðferðinni við sjúkdómnum. Sykursýki veldur of háu magni sykurs í blóðrásinni og það veldur bæði skammtíma- og langtímaeinkennum svo og fylgikvillum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert