Rannsókn bandarískra vísindamanna bendir til þess að velþekkt krabbameinslyf geti bætt minni músa með Alzheimer-sjúkdóminn.
Fyrri rannsóknir á lyfinu epothilone eða EpoD hafði bent til að lyfið dragi úr vitræna hrörnun hjá ungum músum. Þessi nýja rannsókn bendir til að lyfið bæti minni hjá eldri músum sem hafa fengið Alzheimer-sjúkdóminn.
Lyfið virðist virka með þeim hætti að auka stöðugleika í flutningi boðefna í taugafrumum.
Lyfið paclitaxel hefur verið gefið sjúklingum með Alzheimer. EpoD viðist hafa svipuð áhrif, en það virkar þó ekki með sama hætti á sjúklinginn og paclitaxel.